Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, september 01, 2003

Helgin búin og það er komin mánudagurinn 1 september, ég átti nú að vera byrjuð í verkefni upp á spítala nú í dag en það dregst nú aðeins......hmmmm. Ég fór á föstudaginn og heimsótti þessa kappa sem ég tek verkefni hjá, þá kom nú í ljós að leiðbeinandinn minn er frá vinnu vegna veikinda í fjölskyldu og ekki vitað hvenær hann kemur aftur!!!!!!!!!!! Er verið að reyna að redda öðrum leiðbeinanda allavega svona til að byrja með. Svo ég er bara hérna heima ennþá. Fékk reyndar fullt af lesefni með mér heim svo ég gæti haft nóg að gera.

Ég fékk líka bréf frá Jesper: "Vi har reserveret en plads til dig gennem Dorinda Schnack. Vi skal have fundet ud af om vi vil beholde den reservation (fra og med 1 september)" hmmmm hvernig plads er þetta ...... á að fara að leggja mig inn??????? VOna að þetta sé kontor plads, jibbbbííí þá fæ ég míns eigin skrifstofu.......

Annars áttum við flotta helgi, saumó á föstudag í matarboð hjá Sigurrós og Ingva á laugardaginn og borðuðum frábæran mat, það var papsi áskorun, borðað bæði núsjálenskt lambalæri og Íslenskt. Sem betur fer fann ég mun á kjötinu og því fær Íslenska lambalærið að halda titlinu LANGBESTA lambakjötið!! S+atum langt fram á nótt að kjafta og fórum svo á barinn, þar sem var standandi gleði eins og venjulega. Á sunnudag fórum við svo að heimsækja Hjöltu og Össa. Þau eru nýflutt hingað til Odense og mér heyrðist þeim lítast vel á staðinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim