Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Tíska og aftur tíska

Ég fór í verslunarferð í morgun niður í miðbæ Odense, varla frásögu færandi nema í einni búðinni kom rosa vingjarnleg búðarstelpa og spurði hvort hún gæti aðstoðað mig?? Já já fínt að fá aðstoð þegar maður er að hefja mikla og erfiða leit að gallabuxum..............ég sagði henni að mig langaði í svona frekar dökkar gallabuxur, hvort hún ætti svoleiðis?? ......................................Nei það er ekki til í okkar verslun sagði hún og bætti síðan við " Svoleiðis er ekki í tísku núna!!!!"
Ég er sem sagt bara algjör lúði að vera að leita mér af vitlausum lit á gallabuxum!! Svona er veröldin í tískuheiminum grimm og auðvitað fór ég tómhent úr þessari búð, en bætti það bara upp í þeirri næstu hehe.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim