Ég er komin heim í heiða dalinn...........ef hægt er að tala um dal hérna á kollegiinu. Við fórum í svaka fínt ferðalag niður til Berlínar og skoðuðum okkur þar vel um. Skoðuðum múrinn eða það sem eftir er af honum og Austur og Vestur hluta Berlínar. Þetta var frábær ferð og við höfðum góða ferðafélaga, því Vala og Árni komu í heimsókn og skelltu sér með okkur niður eftir. Frábært að hafa þau með, ég held reyndar að við höfum verið ansi harðir húsbændur því þau voru rekin á fætur snemma á morgnana og fengu engan frið fyrir okkur. Við prufuðum mörg tjaldstæði og þau voru mjög mismunandi. Á því fyrsta var fengum við góða heimsókn því um morguninn var moldvarpa komin í heimsókn í fortjaldið okkar og hún var á fullu að grafa. Á öðru tjalstæði signdum við í kaf og það voru grafnir skurðir í kringum tjöldin svo þau flytu ekki í burtu. Á síðasta tjaldstæðinu þurftum við að smala- reyndar ekki kindum eins og oft á Íslandi, heldur var þetta froska smölun. Það var allt krökt af þeim og varla hægt að reka niður tjaldhælana..............Mjög akrautleg tjaldútilega hjá okkur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim