Jæja þá er maður orðinn árinu eldri og auðvitað miklu sætari.....ekki á bætandi!! Afmælisdagurinn var alveg stórfínn, eyddi honum reyndar mestum upp á spítala, með þeim stöllum Sigurrósu og Önnu, þurftum að bíða endalaust eftir þessum læknum, þeir kunna að láta bíða eftir sér. En að lokum fengum við faraleyfi og skunduðum heim í pizzuveislu..nammm nammm. Á föstudagskvöldið fórum við og héldum almennilega upp á afmælið borðuðum á kínverskum stað og það var rosa gott, Ársól var reyndar farið að leiðast undir lokin fannst við vera allt of lengi að borða, var næstum sofnuð í stólnum sínum.
Í dag fórum við í garð sem heitir Fun park Fyn, það var fínt, sundlaugagarður og fullt af tækjum og skemmtilegu dóti. Frábært!!!!!!
Ársól er loksins komin með lausa tönn, ef við teljum ekki þessa með sem losnaði þegar hún datt á hjólastýrið í vetur. ááááiii. Hlýtur að hafa verið rosa vont, en hún var bara hin ánægðasta með þetta slys þar sem tönnin losnaði. Festist reyndar aftur, en nú er vonin að þessi haldist laus. Hún tilkynnti okkur að maður gæti ekki orðið 6. ára nema vera búin að missa tönn!!!!!!!!!
Gummi er byrjaður að vinna á fullu og það er komið á hreint að þetta er sandblástursvinna, þar sem er drukkinn bjór á 40 mínútna fresti!!!!! Ekki gott mál finnst mér en honum líst vel á þetta........
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim