Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Það er kominn pakki...............

Vá ég var svo þvílíkt spennt að sjá hvað væri í pakkanum sem við Ársól sóttum á pósthúsið að þrátt fyrir ausandi rigningu, brunuðum við niður á pósthúsið, Ársól vildi reyndar frekar vera í hjólavagninum svo hún blotnaði ekki !! síðan flýttum við okkur þvílíkt heim, fór á mettíma upp Bolbrobrekkuna ( þessa einu sem finnst hérna í DK, og er leiðinlegasta brekka sem ég hef hjólað) og komum heim rennandi blautar og hraktar, vorum varla komnar inn úr dyrunum þegar við opnuðum gjöfina. Það var mamma og pabbi sem voru að senda okkur þvílíkan glaðning, fullt af íslensku nammi, matarkex, og útskriftargjöf til Ársólar sem hún var rosalega hamingjusöm með. Og afmælisgjöf handa mér sem ég ætla að opna á afmælisdaginn minn, veit samt ekki hvort ég get beðið, er svo spennt. Þúsund kossar til ykkar m&p frá okkur öllum. Ekkert smá gaman að fá pakka.

Vá þílíkur léttir, Gummi er komin með vinnu!!!!!!!!!! jibbbbbíííí ekkert smá skemmtilegt, reyndar er þetta örugglega ekki skemmtilegasta vinna í heimi en hvað um það. Veit reyndar ekki hvað hann er að gera, gæti alveg eins verið að vinna á strippbar!!!!!!!!úbbbbbs......ég meina hann er vís til alls drengurinn. En ég held nú að þetta sé eitthvað með sandblástur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim