Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, júlí 21, 2003

Vá þetta var nú enginn smá bloggpása....................en nú er ég komin aftur full af nýjum fróðleik.....

Nei nei en þar sem karlpeningurinn á bænum fær stundum þá flugu í hausinn að hann sé Tölvumeistari þá endar það ofar en ekki með skelfingum.......og í þetta sinn hrundi tölvan algjörlega. Ég búin að vera tölvulaus í rosa rosa langann tíma að mér finnst allavega. En snillingurinn fann auðvitað hvað það var sem hrjáði tölvuna og gat læknað það.

´Skúli og Sigrún komu í heimsókn til okkar og voru um helgina. við fórum í dýragarðinn á laugardaginn og grilluðum svo auðvitað í hyttunni um kvöldið, þvílíkt næs. Auðvitað við spilað og spjallað fram á rauða nótt eins og vant er þegar við hittumst, sem er reyndar bara á 1/2 árs fresti.............ég held að við gerum alltaf út af við þau þegar þau koma og þau þurfi að safna orku þar til þau komi næst...............Á sunnudag höfðum við það sko hrykalega gott og vorum bara að chilla í garðinum, sulla í lauginni og sóla okkur.

Um kvöldið komu svo Baldur, Svandís og Anna Heiður í heimsókn, voru að bruna framhjá og kíktu aðeins inn, fínt að sjá andlit sem maður þekkir. Fórum auðvitað með þau í bústaðinn og þau tóku fullt af myndum til að lokka mömmu og pabba í heimsókn til okkar ( þú veist það mamma, þegar þau fara að sýna þér myndirnar úr garðinum þá er þeta lokk-bragð frá okkur......)

Fórum líka á H.C. Andersen safnið og sáum leikritasyrpu sem var rosa flott.

Annars erum við að fá gesti frá Íslandi, Vala og Árni ætla að skella sér til okkar og vera nokkra daga, við ætlum bara að draga þau með okkur niður til Þýskalands og skoða okkur um þar....hlakkar geðveikt til að hitta ykkur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim