Velkominn í heiminn litli strákur.
Ég var að eignast lítinn frænda, Helga litla systir var að eignast lítinn prins í gær. Hann var 14 1/2 mörk og 53 cm alveg passlegur lítill prins. Elsku Helga og Þórir innilega til hamingju með litla strákinn ykkar. Vildi óska þess að ég gæti kíkt á ykkur. Ársól finnst nú skrýtið að vera búin að eignast annan frænda samt er hún aldrei búin að sjá bumbuna!!! Svona er þetta nú skrýtið. Hún sat í allt gærkvöld með bókina með nýfæddu börnunum og skoðaði hvað hann væri núna stór, hann er bara jafn stór og María Mjöll ( sem er dúkkan hennar). Í dag fórum við svo í bæinn og þá sáum við fullt af litlum börnum....er hann svona stór??? (barn sem var örugglega 2.ára)
Gangi ykkur sem allra best að læra á litla kútinn!!
Mamma og pabbi til hamingju með að vera oðinn þreföld amma og afi!! Og Eydís nú erum við búnar að fá lítið skott til að dúllast við því okkar ormar eru orðnir svo stórir og nenna ekkert svona dúlli..................
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim