Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Elsku besti frændi Baldur, innilega til hamingju með 2. ára afmælið þitt í gær. Vonum að þú skemmtir þér extra vel hjá ömmu og afa í sveitinni. Það er sko margt skemmtilegt hægt að gera hjá þeim. Þú segir svo kannski stóru frænku allt um það hvernig elshúsinnréttingin hjá ömmu lítur út, því hún segist alveg vera búin að gleyma því !!!!!!!!

Vá við erum núna búin að eiga heima í útlöndunum í eitt ár !!!!!!!!!!!!! Þetta er sko búið að vera fljótt að líða og margt skemmtilegt búið að gerast. Guffa frænka, Urður, Týr og Þór komu í heimsókn, svo komu amma og afi og voru hjá okkur. Við týndum eldhússtólunum í strætó !!! já allt getur nú gerst. Við prófuðum að halda jól í útlöndunum og það gekk áfallalaust, að mestu, nema frómasinn misheppnaðist!! og það vantaði alla fjölskylduna, en nú er búið að prófa þetta og þurfum ekki að gera það aftur í bráð!!! Við eyddum áramótunum í Århus með Skúla og Sigrúnu og höfðum það þvílíkt gott og gátum meira að segja horft á skaupið. Eydís og Baldur komu þegar próftörninni lauk í febrúar og við skemmtum okkur konunglega með þeim. Ekki hægt annað með svona litlum sætum strák, jú og auðvitað sætri mömmu (hehe)Um páskana fórum í frábæra ferð til Hamborgar, gistum á farfuglaheimili sem Frauhlein Straussberg stjórnaði af harðri hendi (púfff) og villtumst um sveitavegi Þýskalands fram og til baka og fórum í lang flottasta skemmtigarð sem við höfum séð, Heideparken geggjað. Skoðuðum Hamburg frá ríkustu hverfunum yfir í rauða hverfinu..... sem var ekkert smá skuggalegt. Og lokapunkturinn er auðvitað að nú erum við búin með eitt ár í skólunum okkar. Gummi kláraði adgangskursus og nú getur hann farið að setja í byggingartæknifræði-gírinn, og byrjar á fullum krafti þar næsta haust. Og ég á þá ef allt gengur vel bara eitt ár eftir þar til ég klára. Byrja að vinna að verkefninu mínu á Odense University Hospital, 1. sept. Það verður örugglega voða spennandi en ég veit varla um hvað verkefnið verður, en leiðbeinandinn, hann Jesper, er rosa sætur !!!!!!!!!! Svo er litla barnið á heimilinu að fara byrja í skóla (skjálf skjálf), í gær fórum við og skoðuðum skólatöskur, þvílíkt spennandi. Þær eru ekkert smá stórar, Ársól hvarf alveg þegar ég plantaði einni töskunni á bakið á henni, get eigilega ekki séð það hvernig hún á að geta labbað heim með þetta flykki á bakinu !!!! En við erum búin að finna eina tösku sem passaði betur. Svo þetta hlýtur að fara vel. Spennadi ár framundan.............

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim