Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, júlí 07, 2003

Við fórum á víkingahátíð niðrí Fruens Bøge í gær, það var rosa flott sýning og bardagar út um allt. Við vorum í stórhættu þegar mestu lætin voru, þarna var verið að búa til skartgripi og vopn og fullt fleira, ég held að fólk búi bara í þessu því fólk var að elda sér mat og voru með lítil börn sem voru greinilega alveg vön þessu öllu. Svo fór fólk bara í bað í bala úti á túni og Gummi fór auðvitað og skoðaði nokkrar ungar stúlkur sem voru að lauga sig og tók myndir af þeim, þið fáið að sjá það seinna.!!!!!!!!! Svo um kvöldið var skækjusala og drukkinn mjöður í stórum stíl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim