Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, september 16, 2003

Afmælishelgi

Já nú er barnið orðið sex ára og af gjöfunum að dæma var þetta næstum fermingarveisla. Þvílíkt mikið af flottu dóti, Þúsund þakkir til ykkar allra. Afmælið var rosa skemmtilegt og fullt af krökkum eða allavega fullt af stelpum og einn strákur hann Nökkvi. En hann lét þetta ekkert á sig fá að vera einn með svona mörgum stelpum. Veit að margir hefðu guggnað undan þessum kvenskara. Það var farið í leiki og ýmislegt til skemmtunar.

Á föstudag tókum við upp enn einn danska siðinn, við tökum góðu siðina upp en látum hina (eins og að reykja) vera. Við áttum skrifborðstól sem við keyptum fyrir ári síðan, hann var óhemjuVONDUR svo hann var nú eiginlega bara alltaf fyrir okkur.......svo Freyja skellti bara miða á hann TIL SALG og viti menn hann var seldur á innan við hálfri klukkustund, vel af sér vikið, og það er sko pottþétt að þetta eigum við eftir að gera oftar með hluti sem eru fyrir okkur.......Gummi verður að passa sig á að vera ekki fyrir mér í framtíðinni.

LOKSINS er ég byrjuð á verkefninu mínu á spítalanum, byrjaði í dag sem sagt, fór að tala við kappana og þeir voru vitanlega hressir og kátir. Nú er verið að kaupa tölvu fyrir mig og ég vona að hún verði komin áður en verkefninu lýkur hehe nei nei ætli það verði ekki í næstu viku. Annars er verið að reyna að pota mér einhversstaðar því það er frekar þröng á þingi þarna. En mér leist fínt á þetta, allavega við fyrstu sýn. ´Gaman að vera komin í gang eftir langt sumarfrí..............

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim