Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, september 11, 2003

Ég hef nú bara eiginlega ekkert að segja núna, fór reyndar á foreldrafund í gær og það var fínt, fékk maður að sjá alla foreldra krakkana í bekknum. Það er ekkert smá skrautleg flóra, þarna voru auðvitað danskri foreldrar, fólk svona milli 35-40 ára því þeir eru nú ekkert að flýta sér að eignast börn, meira segja var einn sem ég hélt að væri afinn en nei nei kallinn var örugglega jafngamall afa. Svo voru Skúlar sem er annað nafn á slæðufólki, sem sagt það sást ekki í andlitið á konunni nema rétt sást í augun á henni ef maður horfði lengi og ég get svo svarið það að konan var ekki eldri er 21 !!!! Karlinn hennar var líka með hann var bara ferlegur töffari, alltaf að sms-a..... ætli konan megi líka sms-a????? Svo voru júgoslavar og svo ég og önnur mamma frá Íslandinu og auðvitað vorum við lang yngstar. Fundurinn átti að vera frá kl 19-21. Búið var að tala um þau málefni sem voru á dagskrá kl 20 en samt var setið til kl 21 þar til fundi var slitið. Fyndið maður er vanur að það sé rokið af stað áður en búið er að tala um allt.

Annars hef ég ekkert að segja og er að fara upp í bústað að mála, búin að kaupa rauða málningu á TILBOÐI, 5 lítrar á verði eins gerist ekki betra. Síííj jú leiter

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim