Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, október 05, 2003

Bíóferð, munkar og rónar

Ég og Srós skelltum okkur í bíó á föstudagskvöldið, fórum á caffee biografen sem sé bæði kaffihús og bíó, vissum reyndar ekkert hvað við vorum að fara að sjá en völdum bara þá sem við töldum líklegasta....reconstruction, líkleg jamm. En hún var allavega sýnd í stóra salnum í bíóinu svo þetta var bara hið besta mál. Þegar við komum svo í STÓRA salinn......hmmm runnu á okkur tvær grímu.............hvernig ætli litli salurinn líti eiginlega út????? hehehe allavega var þetta ekki mjög stór salur miðað við íslenska staðalinn. En OK enga svartsýni....settumst niður á besta stað í bíóinu.........dadddarrradammmm auglýsingarnar byrjuðu.....þá fórum við nú að pæla í því hver lensk myndin væri nú??? Væri kannski slæmt ef hún væri frönsk með dönskum texta...þá myndum við ekki skilja boffs, hmmmm en svo versnaði aldeilis í því..haldiði ekki að myndin hafi verið á dönsku með engum texta, ég hélt að við myndum pissa í okkur af hlátri, heyrði bara alltaf eitthvað pískur frá Srós þegar hún var að reyna að halda niður í sér hlátrinum......þetta var allavega ótrúlega fyndið móment....kannski youhadtobethere móment!!!! En allavega skemmtileg bíóferð.

Áðan var Ársól eitthvað að pæla í munkum og ég var að reyna að útskýra hvaða fyrirbæri það væri.......sko þetta eru menn sem mega ekki eiga konu og ekki eignast börn og lifa í munkaklaustrum................................þá heyrist í henni: "já er þetta svona eins og Einar??? áður en konan hans flutti til hans???? " (Einar bjó sem sagt hér í eitt ár áður en konan hans flutti til hans) ég: ha nei ekki eins og Einar hann á konu og barn svo hann getur ekki verið munkur reyndi ég að útskýra fyrir henni..............................já auðvitað þetta er þá eins og rónarnir ..............þeir mega auðvitað ekki eiga neina konu því þeir eru alltaf fullir??????????????????Æjjjjj ég gafst bara upp því annars hefði ég þurft að senda Gumma (róna hehe) í munkaklaustur!!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim