ohhhhhhhhh ég lét gabba mig.........enn eina ferðina.
Svoleiðis var það nefnilega í gær, að það kom strákur og bankaði hjá okkur og lét mig fá miða........á miðanum stóð að hann ætti litla systur í Póllandi sem væri veik og hann væri að safna peningum fyrir hana. Var sem sagt að selja myndir sem hann sagðist hafa teiknað sjálfur.............og hvað geri ég...............ég vorkenni honum og litlu systir hans ýkt mikið og kaupi af honum eina falsaða mynd arrrrrrrrrrrrrrrrrg ég get verið svo auðtrúa!! En allavega ef hann á nú litla systir þá væri nú rosa leiðinlegt ef enginn myndi trúa honum. ALLTAF ÞETTA EF..............
Frétti það seinna um kvöldið að það hefði komið kona til´fólks í öðrum enda Odense með samskonar sögu, átti líka litla systur sem var veik og var að safna peningum.
Út frá þessu dró ég skarplega þá ályktun að þau væru systkini og ættu litla systur sem væri veik í Póllandi................
Líklegt er það ekki.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim