Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, nóvember 10, 2003

Sæluhelgi búin

Þetta var sannkölluð sæluhelgi hjá okkur. Fórum til Horsens að hitta Olgu Gunnar og stelpurnar. Reyndar var allt í uppnámi hjá öllum í nágrenninu þar sem það hafði verið kveit í 2 húsum um nóttina og brunnu þau til kaldra kola. En sem betur fór var sluppu allir ómeiddir en fólk horfði á húsin sín brenna á meðan var verið að smala saman í brunalið, því það tók slökkulið bæjarins 1 klst að komast á vettvang, allir slökkuliðskallarnir hafa örugglega verið mjög uppteknir við að tefla eða annað jafn gáfulegt.

Annars vorum við bara í þvílíkri afslöppun hjá þeim og borðuðum á okkur gat, þetta var eins og að koma til mömmu fullt af kleinum og ýmsu góðgæti. Takk fyrir okkur krakkar. We will be back hehe

Á leiðinni til baka var Gummi rallari orðinn eitthvað þreyttur svo aðstoðarökumaðurinn hún Freyja flinka tók við akstrinum en það vildi nú ekki betur til en að skyndilega vorum við komin hálfa leið til Flensborgar, ég fattaði ekki neitt og Gummi var auðvitað með lokuð augun......steinsofandi......fuck lengdi leiðina um ja svona smáspotta.....hvað kennir þetta okkur, strákar mínir. Aldrei að sofna undir stýri .................(þegar kvenmaður keyrir).

Skil reyndar ekki hvernig hann gat sofnað því ég talaði svo mikið!!!!!!!!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim