Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, desember 05, 2003

Ligg bara heima og læt mér batna....

Ég var nefnilega að láta taka úr mér skemmda æð og er að jafna mig eftir aðgerðina sem var gerð í gær, þetta var nú ekkert rosa mikið en á samt að taka því rólega í 3 daga. Þetta ver nú reyndar svolítið skrýtið að finna ekkert til en heyra þegar var verið að skera og klippa og allt sem tilheyrir, óhugnaleg hljóð, svo beið maður alltaf eftir sársaukanum sem aldrei kom. Núna er ég heima vafinn í einhver ferlega fallegan sokk sem er svo þröngur að ég held að ég komist ekki úr honum aftur...... Var reyndar að pæla hvort maður geti ekki notað svona efni í kossilettu (svona eins og ég mátaði um daginn Sigurrós ) því þetta er svo geggjað þröngt!!!!!!!!!!!!!!!!!! En málið er að ég fór í búð um daginn og vara að máta kossilettu og svoleiðis dót, við lágum í hláturkrampa því þetta var nú alveg fáráðnlegur búningur. Ég læt þig um að máta svona næst þegar við förum í leiðangur Srós.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim