Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Hér er listi sem yfir hluti sem Gummi tók uppá þegar við vorum í síðasta verslunarleiðangri...............þetta jók búðarúthald hans til muna svo ég mæli alveg með þessum ráðum fyrir ykkur strákar sem leiðist í innkaupaferðum fyrir jólin. Allavega fékk ég nógan tíma til að versla!!!!!!!!!!!!

Hann;

1. Náði sér í 24 kassa af smokkum og dreifði þeim handahófskennt í

innkaupakerrur annarra þegar þeir voru ekki að horfa.

2. Stillti allar verkjaraklukkurnar í raftækjadeildinni þannig að þær

fóru í gang á 5 mínútna fresti

3. Setti M&M í útsölurekka

4. Tjaldaði í útivistardeildinni og sagði öðrum viðskiptavinum að þeir

væru ekki boðnir nema þeir kæmu með kodda með sér.

5. Þegar starfsmaður snéri sér að honum og bauð honum aðstoð, fór hann að

grenja og sagði ,,af hverju getur fólk ekki bara látið mig í friði?"

6. Horfði beint í öryggismyndavélina og notaði hana eins og spegil á

meðan hann boraði í nefið.

7. Þegar hann handlék beitta hnífa í búsáhaldadeildinni spurði hann

starfsmann hvort geðlyf væru seld í búðinni

8. Faldi sig í fataslám og þegar fólk skoðaði föt, þá stökk hann fram og

sagði hátt ,,Veldu mig.. veldu mig....."

9. Þegar tilkynning heyrðist í hátalarakerfinu þá tók hann um

höfuðið sagði ,,oh þessar raddir aftur..."

10. Fór inn í mátunarklefa og kallaði hátt ,,hey Freyja það vantar

klósettpappír hér..."

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim