Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, desember 03, 2003

Er komin faraldur Haraldur......

Rasmus Rask kollegið komst í kvöldfréttirnar í gær, það var reyndar ekki tilkomið af góðu, því það hafði verið framið vopnað rán í einni af íbúðunum hérna. Það voru 4 menn sem réðust inn á einn strák bundu hann og stálu visakortinu hans, neyddu hann til að gefa upp leyninúmerið. Þetta er auðvitað fáráðnlegt, maður sem heldur að maður sé öruggur á sínu eigin heimili. Nú fara allir rosa varlega og eru með opin augun fyrir öllu sem er óvenjulegt. Mest fáráðnlegast við þetta mál er að þetta var um miðjan dag.

Þegar ég kom heim á laugardagsnóttina voru líka 2 löggubílar hérna´fyrir utan vertann og 8 löggukallar hlaupandi um, veit ekki hvað var um að vera, þrátt fyrir að við Melkorka reyndum að elta lögguna til að sjá hvað væri um að vera. Þvílíkt forvitnar.

Annars er farið að styttast ótrúlega í það að við komum heim, við tilkynntum barninu á heimilinu þessi tíðindi fyrir helgi og bjuggumst auðvitað við þvílíkum spenningi.......en nei nei hún tók þessum fréttum með stakri ró og það var eins og hún hefði verið búin að ákveða þetta sjálf. Við búin að vera að halda þessu leyndu til þess að menn verði ekki allt of spenntir.......það hefði verið betra ef þau Gummi og Ársól hefðu haldið þessu leyndu fyrir mér.......því mér finnst leiðinlegt að bíða!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim