Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Veit ekki hvað ég á að gera með þessar leiðindafrumur, þær áttu að vera tilbúnar fyrir tveimur vikum en ég er enn að bíða eftir þeim. Ekki skemmtilegt. Verð að fara að gefa þeim íslenskt fjallalamb að borða, þá myndu þær örugglega taka við sér. En það er svona þegar maður getur ekki fengið sér hund eða annað skemmtilegt gæludýr þá verður maður að nota þessar frumur fyrir gæludýrin sín. Ég gæti kannski farið með þær út að ganga....yrðu örugglega glaðar með það. Drepast örugglega áður en ég kem þeim út úr hitaskápnum. Já svona er lífið á Odense spítala í dag.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim