Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, janúar 18, 2004

Vááááá það er manndrápshált úti núna. Var að koma hjólandi í vinnuna og það er ekki sniðugt. Maður þarf að láta negla dekkin á hjólafáknum, ekki spurning.

Ársól fór í afmæli á lau. morgun, einmitt um morguninn. Það var mæting kl 10. Það var víst gaman, en mamma við fengum ekki einu sinni nammi. Hmmmm hvernig afmæli er það nú eiginlega??? Frat greinilega.

Fór líka á þorrablótsfund á föstudagskvöld og seldum fullt af miðum, fer bara verða uppselt..........

Saumó á laugardagskvöld þar sem var verið að kveðja Gunni. Þau eru nefnilega að fara til Íslands. Maður er alltaf að kveðja einhvern ekki gaman. En það var samt gaman á lau kvöld og við sátum til kl 2, að kjafta. F'int.

Sunnudagur, kíktum upp í hús. Ég er farin að hlakka til þegar kemur vor og maður getur farið að liggja í sólbaði í garðinum. Gummi er kominn af stað með rosa áform um að setja heitan pott á veröndina mmmmmmmmmmm. Það væri náttúrulega bara snilld. Annars er hann alveg að fara yfir um, því lokaprófið nálgast óðum. Er á morgun. Púff hvað það verður gott þegar hann er búinn með þetta helv......ég er að verða gráhærð á þessum próflestri hjá honum. Hann verður líka í fríi í 10 daga svo þá stefna Ársól og Gummi á að byggja ekki minna en eitt hús...hún er staðráðin í því að byggja sér kofa upp í garði. Fyrir allt búadótið sem er hjá ömmu og afa á Hornafirði. Svo það á að fara að kíkja á hvað þarf að kaupa og svoleiðis.

Svo erum við að fara að fá gesti. Eydís Baldur og bumbubúi ætla að kíkja í heimsókn á föstudaginn og stoppa í nokkra daga, jibbííí

svoleiðis er það nú í pottinn búið....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim