Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, febrúar 13, 2004

Mánudagur til mæðu

Nei alls ekki. VIð mæðgurnar erum í fríi í dag og á morgun. Það er vetrarfrí í skólanum og við megum auðvitað alls ekki missa af því fríi.

Ég var í Horsens um helgina að vinna á þorrablótinu þar. Það var rosa stuð á fólki og flestir hressir og kátir og fullir. Maturinn var rosa góður og skemmtiatriðin frábær og veislustjórinn Gísli Marteinn hann var hress. Gústi steig á svið sem tvíburasystir Birgittu Haukdal og tók lagið við góðar undirtektir. Mér fannst hljómsveitin ekki vera að skila sínu. Hef eiginlega aldrei orðið fyrir vonbrigðum með það þegar U2 er tekið, en mig langaði að hlaupa út. Þeir nauðguðu Bono algjörlega, og honum fannst það ekki skemmtilegt og ekki mér heldurþ Það vantaði eitthvað uppá hjá þeim.....ekki meir um það. En annars var þetta bara vel heppnað blót. Við skiluðum okkur heim um sex leitið eftir að hafa villst um sveitir jótlands í dágóðan tíma. Gaman af því.

Sunnudeginum eyddum við upp í bústað í vorblíðu. Þvílíkt notarlegt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim