Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, febrúar 13, 2004

Þú ert rekin!!!

Jábbs ég er búin að reka þjónustufulltrúann. Eða allavega búin að fá mér nýjan. Hin var alveg að fá taugaáfall yfir öllum peningunum sem´hún þurfti að "lána" mér af mínum eigin reikningi, hún var ekki að höndla þetta og á endanum sendi hún 2 sinnum meira en ég bað hana um, þá var mælirinn fullur. Vona að þessi sem ég fékk núna sé eitthvað skárri.

En við Sigurrós vorum nú frekar miklar ljóskur (kemur annaðslagið fyrir). VIð skelltum okkur í føtex að versla, sáum þar þvílíkar raðir við alla dósa og flösku móttakara. Hvað er eiginlega að þessu fólki stendur í margra kílómetra röð til að skila flöskum hver ætli sé ásæðan. Jú okkar mynd af þessu var aauðvitað mjög einföld.............jááá það var auðvitað undankeppni í júrovision um helgina AUGLJÓS ÁSTÆÐA!!! Kom nú reyndar í ljós aðeins seinna að það er verið að lækka skilagjald á flöskum og allir voru auðvitað að skila svo þeir fengju sem mest fyrir flöskurnar sínar. Daaaaaaa hvað maður er ljóshærður stundum.

Ég er að fara með þorrablótsnefndinni til Horsens á laugardaginn, þar ætlum við að þjóna þeim eins vel og við getum!! Það verður örugglega fjör, förum á langferðabíl sem Gústi kórstjóri ætlar að stýra. Gaman gaman.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim