Læknirinn og hjúkkan!!
Eldri heimilislæknir og föngulegur hjúkrunarfræðingur á frjósömum aldri komu á hótel þar sem þau ætluðu að dvelja meðan þau tækju þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um bólusetningar. Parið sem var ekki par þekktist vel enda samverkafólk til margra ára af sömu læknastöðinni. Við innritun á hótelið varð ljóst að mistök höfðu orðið við bókun þeirra. Í stað þess að fá tvö eins manns herbergi fengu þau úthlutað hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi. Hótelið var fullbókað og því ekki um annað að ræða fyrir ferðalangana en gera sér hjónaherbergið að góðu.
Seint um kvöldið þegar gamli læknirinn gekk til náða galopnaði hanngluggann á herberginu og skellti sér svo undir sæng. Eftir stutta stund tilkynnti hjúkkan að henni væri kalt og bað herrann um að loka glugganum. Þá sagði læknirinn: "Ef þér er svona kalt viltu þá kannski að við þykjumst vera hjón?" Það tísti í hjúkkunni og hún sagði: "Þú segir nokkuð. Ef þú ert til þá er ég alveg til." Þá rumdi í þeim gamla: "Allt í lagi, þá skalt ÞÚ fara fram úr og loka fjandans glugganum."
hehe
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim