Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Díses maður ég er alveg að tapa mér, ég bakaði engar bollur á bolludaginn og borðaði engar bollur. Svo er sprengidagur í dag og hvað geri ég, borða ég saltkjöt og baunir nei nei ekkert svoleiðis á boRðstólnum en ég á sko eftir að bæta það upp. Flyt bara bolludaginn fram á næstu helgi. Þær verða örugglega betri þá........Eða kannski bara þegar mamma kemur í heimsókn, hvernig hljómar það, ummmmm mömmu bollur með rjóma og sultu arrrrrg ég verð örugglega farin að baka eftir klukkutíma. Svo fæ ég mér bara saltfisk í kvöld, í staðinn fyrir saltkjötið.

Það er búið að vera rosa rosa rosa mikið að gera í vinnunni og loksins fór eitthvað að ganga. sjöníuþrettán.....þangað til það misheppnast allavega. Tókst að láta þessa tilraun virka en það er búið að taka dágóðan tíma. Svo nú fer ég að snúa mér að einhverju nýju. Það er svo gaman þegar eitthvað hefur heppnast og maður þarf ekki að endurtaka allt. Jibbíííí Vona síðan að þessar staðlanir fari að taka enda svo ég geti farið að gera eitthvað skemmtilegra.

En þar til síðar veriði sæl.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim