Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Það var frekar fyndið þegar ég fór með Ársól í skólann í morgun. Það voru örfá börn, en nokkrir fullorðnir. Sennilega fleira starfsfólk heldur en börn. Hún var nú samt alveg hress með að fara í skólann. Ró og friður til þess að leika sér og þau geta gert ýmislegt sem þau fá yfirleitt ekki að gera. Notarlegt.

Á morgun ætlar stórfjölskyldan að skella sér í verslunarleiðangur til Þýskalands og fylla á birgðarnar. Ekki veitir af allt öl búið. Hmmmm það gengur auðvitað ekki. Annars verður þetta nú meira skemmtiferð en verslunarferð og við finnum okkur örugglega einhverja þýska sveitakrá og borðum á okkur gat.

Er annars að kíkja á sumarhús sem við ætlum að leigja um páskana. Mikið af flottum húsum og yfirleitt er það tekið fram að það séu þýskar sjónvarpsstöðvar, vá hjúkket ég má náttúrulega ekki missa af þýsku sápuóperunum!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim