Pössun, gæsaendur og matarpakkar
Í gær var Birgitta Rut í pössun, og gisti í nótt. Þetta var auðvitað einstaklega spennandi og þær gátu varla beðið eftir að komast heim úr skólanum. Léku sér auðvitað fram á kvöld. Við vorum að lesa bók um afkvæmi dýranna og þær voru nú frekar fyndnar stöllurnar. Birgitta var nú alveg viss um að afkvæmi gæsarinnar væri auðvitað önd og svo var afkvæmi kýrinnar orðið folald.....þeim er eitthvað farið að förlast. Annars gekk pössunun vel, en djö hvað ég skil núna ad danir eignist bara að meðaltali 2 börn. Það er ýkt leiðinlegt að smyrja svona marga matarpakka.
Kveð ykkur að sinni...hafið það gott
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim