Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, mars 02, 2004

Godkendelse af ansøgning

Hermed fremsendes bekræftelse på, at Det Naturvidenskabelige Studienævn har godkendt din ansøgning om speciale studieaktivitet.

Loksins loksins þeir taka sér góðan tíma í þetta þarna upp í háskóla, en núna er ég búin að fá verkefnið góðkennt. Nú er bara að herða sig upp og setja smá kraft í þetta svo hlutirnir fari að ganga. Er að fara á fund með öllum skemmtilegu leiðbeinendunum mínum og þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður hjá mér. Hvort ég fái ekki bráðum að gera eitthvað spennandi. Reyndar er ég með mjög fína leiðbeinendur, hressir og kátir. En mér finnst stundum vanta einhvern sem tekur ákvarðanir, æjjjj svona einn sem segir þetta á að vera svona og púnktur. Torben er aðalleiðbeinandi minn,hann er doktor í einhverju og öllu, er svona dæmigerður vísindamaður, allt í rúst á skrifborðinu en hann finnur samt alltaf allt sem hann vantar, allt í graut. Ég hitti hann ekkert allt of oft en ef það hittir svo til að maður rekist´á hann þá er eins gott að maður sé ekkert upptekinn því hann á það til að tala í 2 tíma. Svo er það Jesper, hann er lektor hérna og er rosa fínn, en það er erfitt að vinna með honum því hann er alltaf að segja brandara og hlær ýkt mikið.....en skemmtilegt. Svo er það Mads, þriðji leiðbeinandinn minn (eins og ég sé eitthvað ýkt treg, þarf 3 leiðbeinendur), hann er sá sem ég er alltaf að nöldra í. Ef eitthvað gengur ekki þá er bögga ég hann út í eitt. Hann á eftir að henda mér út á endanum. Mig langaði bara að segja ykkur frá þeim sem ég er að vinn með. Mér finnst líka fyndið að sá sem aðalleiðbeinandi er sá sem ég hitti minnst.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim