Jæja þá er upprunninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur......
Helgin var svossum alveg ágæt, Gummi var ekkert heima voða notarlegt fyrir okkur stelpurnar. Hann var að hamast að læra undir próf. Emilía fékk að gista hjá Ársól og höfðu þær stöllurnar kósíkvöld hjá sér. Við fórum svo á skauta niðri í bæ. Á sunnudag dró ég Sigurrós með mér á antiksölu. Þegar við vorum að fara hittum við Ásu og Helga og drógum þau með okkur. Ég var að leita mér af stólum en kom heim með matarstell. Reyndar var ég ekki með pening svo Ása reddaði mér, gott að taka fólk með sér í búðir og láta það borga, það borgar sig svo sannarlega. Þetta er rosa flott "stell" með 13 djúpum diskum og 6 venjulegur (ég veit frekar skrýtið) svo er stór súpu skál, lítil og fullt af fötum og dóti. Hrikalega flott. En núna vantar mig bara skáp til að geyma þetta í. Verð að finna hann á einhverri sölunni.
ps Srós Ég borðaði "EKKERT" á sunnudagskvöldið....títí
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim