Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, mars 21, 2004

Rigning og rok af bestu gerð

Já það er svo sannalega búið að vera íslenskt rigningarveður núna um helgina, enda er bara búið að sitja, kjafta og spila allal helgina. Sigrún og Skúli voru í heimsókn svo Skúli var auðvitað settur í það að læra reglurnar í "nýja" SETTLERS spilinu sem Gummi fékk í jólagjöf, svo var spilað og spilað. Eigum örugglega eftir að skreppa fljótlega upp í Aarhus til þess að spila meira.

Strákarnir skelltu sér reyndar í messu á föstudagskvöldið. Þetta var erótísk messa og komu þeir margs vísari til baka. Þarna var hægt að skoða og prófa ýmislegt, Gummi prófaði td að fara í gapastokk og konan sem var að sýna þetta sniðuga tæki læsti auðvitað öllum læsingum og Gummi komst hvergi. Þegar hún var búinn að festa hann þarna, sagði hún honum að það kostaði 1900 kr (danskar) að losa sig, þá fóru að renna tvær grímur á minn mann sem stóð þarna fastur í annarlegri stellingu. Konan spurði hann síðan hvort hann héldi að vinir hans vildu borga 100 kr til þess að leysa hann. Auðvitað eru þetta sannir vinir og þeir snéru sér við og gerðu sig líklega til þess að labba í burtu. Þá sagði kona að hún gæti líka rassskellt hann (með svipu) 5 sinnum og þá fengi hann að fara...... hann fékk sín fimm högg og bað um eitt til viðbótar.....á meðan vinir hans stóðu álengdar og grenjuðu sig máttlausa úr hlátri. En hann hefur örugglega lært eitthvað af þessu.....eða kannski ekki. Ég hefði nú alveg verið til í að vera fluga á vegg þarna. Ekkert viss um að ég hleypi honum í messu á næstunni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim