Vorið er komið
Ahhhh nú er loksins komið vor í loftið hérna í Odense. Var að hjóla hingað upp á spítala í þessu líka blíðskaparveðri, eitthvað annað en að hýrast á hjólinu í frosti og kulda, það ekki notarlegt get ég sagt ykkur. En þetta var sko aldeilis fínt, hjólaði reyndar næstum því á bíl því ég var að glápa svo mikið út í loftið, en rétt náði að sveigja framhjá hættunni og komst klakklaust hingað. Verð nú eiginlega að fara að taka ´mig á og nota hjálm, allavega ef ég ætla að vera mikið í því að glápa út í loftið..... En þið vitið það að hérna er það ekki til siðs að hjóla með hjálm og ef maður gerir það er horft á mann ýkt mikið. Þeir sem nota hjálma eru álitnir eitthvað skrýtnir og hafa ekki fyrir því að taka hjálmana af sér þegar þeir fara inn í verslanir, það er ekkert minna horft á fólk með hjálma inn í búðum en þegar maður er með hjálm á hjólinu........
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim