Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, mars 31, 2004

vá hvað þetta er flott tölva marr, en djöfull er eitthvað skringilegt lyklaborð. Ég er að nota nýju flottu t-lvuna hans Gumma. Hann var að kaupa ser ýkt flotta (og dýra) fartölvu. Næu getur maður setið í stofunni borðað, horft á sjónvarpið og kíkt á netið allt á sama tímanum. Við vorum á "det smaas fest" í skólanum hjá Ársól. Þarna voru 0 og 1 bekkur og 3 bekkur var með skemmtiatriði og svo voru nokkrir eldri nemar (ca 12 ára) og sáu þeir um að selja bjórinn á barnum. Þetta er svo fyndið að kaupa bjór af svona litlum krökkum. Það var dansað og leikið sér fram til kl hálf níu. Strákrarnir orðnir vel sveittir af hamaganginum enda er þetta meira svona hlaupa eins mikið og ég get dans sem strákarnir dansa. Við erum alveg að fara í páskafrí jibbbbbíiíííí´bara nokkrir dagar í viðbót, svo erum við á leiðinni í sumarbústað yfir á sjáland með m&p, h&þ&fh. gaman gaman. ætlum sko að hafa það huggulegt.

Á morgun er svo allt í plati dagurinn, við Ársól erum búnar að ákveða að plata Gumma ærlega, segi frá því seinna.

Góða nótt góðir hálsar

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim