Eldur, eldur
Í gær kviknaði eldur hérna á rannsóknarstofunni, það var einn snillingurinn að gera einhverja æsispennandi tilraun, og kveikti í öllu draslinu. Það kviknaði í út frá brennara sem hún var að nota og eldurinn komst í sprittbrúsa sem stóð þarna hliðiná, til þess að reyna að slökkva í dótinu, greip hún sloppinn sinn og henti yfir eldinn og auðvitað fuðraði sloppurinn hennar upp og eldurinn magnaðist upp. Nokkrir fílhraustir karlmenn komu henni til aðstoðar og slökktu eldinn, það mátti eiginlega ekki muna miklu því eldurinn var kominn í pappíra og dót sem var á borðinu. Eftir þennan hamagang þurfti að reykræsa allt hérna og það var varla líft. En svona er nú lífið á labbinu, alltaf eitthvað fjör.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim