Váááá skjaldbökur á gangstéttinni...
Eða það hélt ég allaveg í gær þegar við ofurkonurnar (ég og Sigurrós) fórum í göngu í gærkvöldi. Þetta voru þvílíkt stór dýr sem skriðu út um allt á göngustígunum, við nánari athugun fundum við út að þetta hljóti að vera svokallaðar BRÚNKLUKKUR. Brúnklukkur eru stórhættulegar (allavega var okkur sagt það þegar við vorum börn) og ef maður beygði sig of nálægt þeim stukku þær á mann og skriðu inn í eyru, munn eða nef og átu mann að innan. Ojjjjjjj það sem var logið að manni þegar maður var yngri.....og það sem maður trúði þessu. En ég tek þetta samt með varúð og hélt fyrir nefið, lokaði munninum harðlega og kíkti með öðru auganu á þessi ferlíki á götunni. Ég meina ef þetta sé nú satt með að þær hoppi á mann og éti mann þá ætla ég sko ekki að vera sú sem lendir í því svo það er eins gott að fara varlega í þessum málum.
Annars var nú þetta róleg og fín helgi, hjálpuðum Birgittu og Todda að flytja upp í 4 hæð, já nákvæmlega 4 hæð og engin lyfta. Hverjum dettur svona vitleysa í hug......gleyma að setja lyftuna í húsið. F'orum svo´antikrúnt með S+I+N og enduðum svo á kaffihúsi. Notalegt.
En nú er klukkan mín farin að öskra og ég á víst að hlaupa og taka RNA-ið mitt úr merkingu. Já já er að koma.......
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim