Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Jibbbb nú er hversdagsleikinn tekinn við.................púff nei vá ekki get ég verið svona jákvæð. Þetta er búið að vera æðislegt páskafrí. Við vorum í sumarbúastað á Lollandi með mömmu, pabba, Helgu, Þóri og Fjalari. Rosa gaman og það voru allir reknir á fætur klukkan 7 á morgnanna þegar litli herramaðurinn ákvað að það væri komið nóg af leti. Svo maður hlýðir auðvitað. Veðrið er búið að vera frábært og við erum búin að bralla mikið. Við skoðuðum kafbátinn í Nakskov, Ársól var nú ekkert allt of vel við það að vera þarna inni, enda voru ýmisleg skringileg hljóð og dimmt og drungalegt. Svo skoðuðum við sveitir Lollands, sem er ótrúlega flatt. Fórum í Lalandia, sem er sundlaugagarður með rennibrautum. Þar skemmtum við okkur konunglega og við fullorðna fólkið fórum aftur og aftur í rennibrautirnar. Frábært gaman. Ársól prófaði síðan svona hoppudæmi sem maður getur hoppað ýkt hátt, man ekki hvað það heitir en það er ótrúlega skemmtilegt.

Við tókum svo mömmu og pabba með okkur til Odense. Tróðum í bílinn okkar og hann hefur aldrei verið svona pakkaður. Meira segja var matarkassinn látinn hanga aftan á hjólinu hennar Ársólar sem hékk aftan á bílnum. Ársól þurfti að sitja frammí þar sem gólfið fyrir framan hana var troðið. Við komumst þó klakklaust til Taars þar sem við ætluðum að taka ferju yfir á Langeland. EFtir að hafa horft á eftir einni ferju sigla (án okkar) vorum við ekki alveg sátt við að ferja nr 2 var alveg að fyllast og okkar troðfulli bíll ekki kominn inn. Eftir nokkur spennuþrungin andartök vinkaði skipakallin okkur að koma. Jíbbbbbííí þvílík fagnaðarlæti brutust út í bílnum. Okkar bíll var sá síðasti inn og hann rétt komst. Hjólið hennar Ársólar og matarkassinn rétt sluppu þegar ferjunni var lokað. Þetta var mjög skrautlegt.

Á þriðjudaginn var stefnan sett á kolonihaven. Mamma og pabbi voru sjálfskipaðir vinnumenn í garðinum okkar. þar sem þau hafa áralanga þjálfun í þessu fagi. Það var klippt og rakað, mokað og týnt, þvegið og skrúbbað, enda er garðurinn allt annar núna. Við komum heim þreytt og sólbrunnin. Gaman gaman.

Fórum svo út að borða í gærkvöldi á kínverskan veitingastað, namm namm. Borðaði á mig gat og er enn að jafna mig.

Núna er páskafríið búið og Gummi skutlaði þeim á brautarstöðina í morgun. Ársól komin í skólann og ég á að vera að vinna, en ..............er bara löt. En það þýðir ekki neitt. Best að fara að gera eitthvað.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim