Túnfiskur, sússí, krómhjörtur, svínalundir, ostakaka, nóakonfekt, mozzarella salat, kartöfluhattar og skífur, litríkt salat, ótrúlega skringileg eplakaka.
Jú allt þetta og meira til var á matseðli gærkvöldsins. Við, Sigurrós og Ingvi, Gústi og Þóra vorum með hefekkismakkaðáðurmat kvöld í gær. Þetta var mjög áhugavert vægast sagt. Það var búið að ákveða það fyrirfram að það yrði bara pöntuð pizza ef fólk yrði svangt, en þess gerðist ekki þörf og ég át á mig gat, eins og oft áður. Þetta var flest mjög ljúffengt, en ég get nú ekki sagt að eplakakan hafi runnið ljúst niður því það þurfti að hafa svolítið fyrir henni......Þetta var samt rosa gaman að prófa svona ýmislegt. Takk fyrir okkur.
Núna er fullorðna fólkið komið á fætur en stubbur sefur ennþá. Gummi er að drífa sig í skólann en ætlar að koma snemma heim (hvað sem það þýðir nú).....
Úti er sól og sumarylur svo ætli við Ársól finnum okkur eitthvað skemmtilegt að brasa upp í húsi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim