Stóri baðdagurinn er í dag. Veit nú ekki alveg tilefnið en það er allavega frí í dag. Það er svo notarlegt með vorin að fyrir utan að það er allt að vakna úr dvala, það er svo mikið að frídögum sem skemma ekki fyrir. Við Ársól ætlum nú ekki að gera nein stórverk í dag annað en að ég er búin að taka til og hún er í mömmó með félögunum, Emilíu og Nökkva. 'otrúlegt hvað þau endast í þessu mömmó dæmi.
Í gær var vikulegt skokkkvöld en þar sem ég var alveg út úr heiminum og hélt að það væri föst. kvöld þá vorum við bara í bænum og fórum inn á veitingastað sem heitir Mona Rosa, og borðuðum rosalega fínan mat. Það var búið að þurrka úr mér að það væri fimmtudagur, samt á leiðinni heim var ég að pæla í því hvað ég ætti að vera gera....og viti menn, mitt í þessum hugsunum þá hringdi Þóra og var að bíða eftir að ég kæmi út að labba......................arrrrrrg þoli ekki þegar maður er bara alveg úti á túni. En við skelltum okkur í rómantíska kvöldgöngu, ég komst reyndar eiginlega ekkert úr sporunum því ég var svo södd. Púff.
Á morgun fáum við gesti, brottfluttir rasskarar þau Guðbjörg og Vignir ætla að koma og gista eina nótt. Það á auðvitað að grilla og hafa það gott. Það verður gaman að sjá þau aftur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim