Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, maí 11, 2004

Dagurinn í dag

Jábbs bara búinn að vera fínn dagur. Fullt að gera í vinnunni og fullt af fólki. Rannsóknarstofan sem ég er á er mjög lítil, eða allavega virðist vera að þegar allt fólkið er að vinna við mismunandi verkefni, inn í sama herberginu þá verður ekki mikið pláss. Eins gott að maður sé nú ekki feitari því þá væri ekkert pláss þarna inni.

Krakkarnir í bekknum hennar Ársólar ætla að fara í gönguferð á fimmtudag og kennarinn spurði hvort þau mættu fara upp í kolonihave. Svo þangað ætlar Ársól að leiða þau á fimmtudaginn.

Gummi er svo svakalega ánægður með nýju fínu þvottavélina að hann er bara bókstaflega alltaf að þvo. Hann er meira að segja farinn að tæma skápana og þvo það sem er þar inni..... látum á það reyna hversu lengi þetta varir, en er á meðan er....

Var áðan að kaupa smá málningarprufu til þess að mála inni í kolonihave. Ætlum að reyna að gera hann aðeins ljósari, ætli ég fari ekki í það um helgina, svona á milli þess sem ég verð með hugann við giftinguna.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim