Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júní 01, 2004

Sextán flugnabit, sólbrunnar axlir og aumur rass.

Já þetta er uppskera helgarinnar. Löng og viðburðarík helgi að baki og stutt vinnuvika framundan, gæti lífið verið yndislegra?

Hitti Evu eftir vinnu á föstudag og við kíktum saman í búðir, rosa gaman að komast í stelpubúðarferð. Fórum svo út að borða og strákarnir fengu að koma með okkur. Matt vinur þeirra var líka með og Einar (ætla ekki að segja Einar hennar Melkorku...) Frábært að fá svona óvænta heimsókn frá Íslandi.

Á laugardag.....já man ekki hvað við gerðum en það var örugglega eitthvað skemmtilegt. Júbbs við vorum upp í húsi og fengum fullt af gestum og fórum síðan í mat til Óla og Jóu um kvöldið. Namm namm

Sunnudagurinn var tekinn snemma og við vorum mætt út fyrir 10. Því ætlunin var að fara aí hjólaferð út að Langesø, sem eru um 30 km. Frábært veður spillti ekki fyrir fríðu föruneyti sem var búið að safnast fyrir á Raskinu. Sex fullorðnir og tveir krakkagemsar. Við hjóluðum og hjóluðum.....vá hvað þetta var langt. En Ársól og Nökkvi voru ótrúlega dugleg og hjóluðu alla leið út að Langesö. þvílíkt dugleg. En ferðin var þess virði því þegar við komum á leiðarenda voru grillaðar SS pylsur og ekta ss sinnebb, kjams kjams.

Mánudagurinn sólríkur og fagur og fullur af flugnabitum. Flugurnar hafa svo sannarlega gætt sér á mér....en þrátt fyrir auma rassa, sólbruna og fleiri eymsl var dagurinn notaður upp í koloni have.

Semsagt rosa góð helgi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim