Köbenhavn klikkar ekki....
Auðvitað kemur maður ósofinn og genginn upp að hnjám frá höfuðstaðnum. Svefnleysið stafar helst af því að hann litli sæti frændi er í svefnátaki og er ekkert endilega að vilja sofa alla nóttina og fannst það feyki góð hugmynd að vakna um 2 leitið og halda smá konsert fyrir okkur hin.
Við Ársól fórum til Köben eftir klassefest hjá bekknum hennar Ársólar. Vorum komnar um 10 leitið og þá biðu okkar ekki slæmar móttökur. Þar voru samankomnar Helga systir, Vala vinkona og Lilja systir hennar. Vala og Lilja komu færandi hendi og leystu okkur Ársól út með gjöfum. Ársól fékk risa bangsa og ég fékk fullan poka af nammi og pela af íslensku brennivíni, en slíkur eðaldrykkur fæst ekki hér á landi.
Á fimmtudag komu stelpurnar til Helgu og við fórum öll í siglingu um síki Kaupmannahafnar. Þvínæst fórum við í TÍVOLÍ frábært gaman, gátum sko skemmt okkur þar heillengi og fórum ekki heim fyrr en um 8 leitið, eftir að hafa kvatt Völu og Lilju sem voru að halda í reisu um Evrópu. Vá hvað það varður gaman hjá þeim.
Á föstudagsmorguninn tókum við daginn snemma (ekki hægt annað þegar Fjalar er nálægt) og vorum mættar í Fields sem er stærsta verslunarmiðstöð í Skandinavíu, vááá ég þarf alveg að skreppa aftur þangað með þér Helga. En Ársól fékk pils og bol og bikiní og ég fékk pils og Fjalar fékk rosa flotta skó. KAupa kaupa gaman gaman.
Um tvö tókum við svo á móti Björgu, Aroni og Birgittu sem tókst eftir að þau voru búin að villast smá (eiginlega bara mikið). Fórum með þeim í bæinn og skoðuðum drottningarhölluna og alla hina flottu staðina í miðbænum. Það var frekar þreytt fólk sem lagði af stað til Odense. Stelpurnar steinsofnuðu um leið og sváfu alla leið.
Í gær fórum við í dýragarðinn hérna og í dag höfum við slappað af, vorum upp í kolonihave og ég var að mála og Björg varð flekkótt. Rauð-flekkótt. Mjög flott.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim