Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, maí 16, 2004

hlessa skessa
Ég er alveg ótrúlega hissa að Ísland hafi ekki unnið í gær. Já eða þannig. Var nú eiginlega frekar hissa að við hefðum fengið eitthvað stig. Ótrúlega slappt lag sem hann Jónsi fór með. En mér fannst hann samt syngja það alveg fínt.

Hérna var auðvitað júróvisíon stemmingin í hámarki og við vorum svo sannarlega á þjóðlegu nótunum, enda júróvision okkur í blóð borið. Borðuðum hangiket, með kartöflum, grænum baunum flatkökum og uppstúf, þessu var rennt niður með ísköldum odense bjór að sjálfsögðu. Reyndar byrjuðum við á forrétti sem var sannkallaður ástarréttur, jarðaber hjúpuð í súkkulaði namm.

Eftir spennuþrungin andartök lá það ljóst fyrir að Ísland kæmist ekki í fyrsta sætið. Daaa. Þá var skipt um gír og Ingvi tók gítarinn við góðar undirtektir og það var sungið fram á rauða nótt. Var reyndar farið að birta þegar gestirnir fóru.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim