Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júní 10, 2004

Og þar kom að því hún varð ÓÐ....

Já ég gat ekki stillt mig, hringdi æfareið þjónustufulltrúans og hellti mér yfir konugreyið. Enginn peningur var kominn inn á reikninginn og við farin að fá hótunarbréf um að henda okkur út af kollegie-inu og ýmsir vextir. Konu greyið gat auðvitað ekki gert neitt annað en að afsaka þessi leiðu mistök og þá var ég enn reiðari og sagði að þau yrðu að senda mér pening núna og hefðu 2 tíma til þess að redda þessu. Já og núna 1 1/2 tíma seinna er mér runnin reiðin og ég er búin að fá peningana mína, loksins.

Er að fara með vinnunni í óvissu ferð, eina sem ég veit að það verður sigling og drukkinn massa mikill bjór.

síjú leiter

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim