Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, júní 14, 2004

Helgin búin og hvað náði maður að áorka um helgina. hmmm

Við Ársól fórum á sumarhátíð í skólanum hennar og þar var mikið fjör, gleði og gaman. Ýmislegt sem var hægt að gera sér til skemmtunar og borða góðan mat. Gummi kom svo og náði að sjá þegar hetjan fór upp á svið og söng tvö lög ásamt hinum í bekknum sínum. Þetta var auðvitað þvílíkur áfangi þar sem hún er nú ekkert mikið fyrir það. Gekk rosa vel hjá þeim og þau fengu mikið klapp fyrir. Gummi lét sig hverfa aftur þar sem hann er á lokasprettinum fyrir próf sem verður á fimmtudaginn. Þá er hann líka búinn. JIBBÍ

Á sunnudag vorum við nú mestallan tímann upp í húsi og Siggi Gerða og synir kíktu í heimsókn og kræktu sér í smá sólbrúnku. Við erum búin að plana tjaldferð með þeim upp á Skagen eftir 2 vikur. Það verður örugglega rosa fjör. Gústi og Þóra komu líka við smá í smá kik og svo fórum við til þeirra og settum kjöt á grillið, þar sem þau eiga svona ótrúlega skemmtilega hraðvirkt grill, ekki svona hægvirkt eins og okkar, þar sem maður þarf að bíða í hálftíma eftir að hitni í kolunum.

Notarlegur sumardagur og vitiði hvað ég er sólbrunnin.... kemur á óvart ekki satt.

Á morgun kemur Grétar litli/stóri frændi í heimsókn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim