Bloggedí blogg
Ég er nú frekar löt á þessari bloggsíðu..
En það sem er helst í frétturm er að við erum búin að prófa að vera með ungling á heimilinu núna í eina viku. Get nú alveg sagt það að ég hélt að það væri meira mál. Hélt að allir unglingar væru ýkt skapstyggir og erfiðir. En Grétar er ljúfur sem lamb og ekkert mál að hafa hann í heimsókn. Ársól spurði hvort við mættum ekki bara eigann. Er náttúrulega rosa fínt að hafa svona stórann frænda sem er hægt að slást við.
Erum búin að fara í zoo og í LEGOLAND þar sem var áætlunin að tjalda, en vegna kulda var hætt við það og keyrt hei aftur eftir góðan (blautan) dag í LEGOLANDI. Fórum síðan á sunnudag í ljónagarðinn, rosa flottur garður með fullt af dýrum sem var gaman að skoða. Erum síðan búin að hafa það gott. Ég er eitthvað að myndast við að vera í vinnunni en geri nú eiginlega sem minnst.
Framundan er síðan partý á föst. hjá Gumma og Bryndísi þar sem á að kveðja Sigurrós og Ingva með stæl. Síðan á lau er stefnan sett á Skagen með Sigga og Gerðu og Melkorku og Frikka. Í framhaldi af því ætlum við að keyra eitthvað niður í Evrópuna. Sjáum hvað við endum.
Verðum að vera komin til DK 10 júlí en ætli við látum ekki bara peningana ráða, fórum heim þegar þeir eru búnir. Gummi fer að vinna 10 eða 11 og Ársól flýgur heim 14 júlí og kemur til baka 30 júlí. Mikið að gera framundan.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim