Hæ hó jubbííí jei það er kominn sautjándi júní...í gær.
Gleðilegan sautjánda. Að tilefni dagsins þá var auðvitað rigning hérna í danaveldi í gær. En þar sem maður er sannur íslendingur þá lætur maður smá rigningu ekki eyðileggja hátíðarhöldin. Sem voru kannski ekki mikil.
Ársól fór til tannlæknis og fékk glaðloft svo henni kitlaði út um allt. Rosalega fyndið. Algjört töfraefni og hún fann ekkert fyrir því þegar var verið að bora. Svaka dugleg. Eftir þetta fórum við á makkann og fengum okkur að borða. Kíktum líka aðeins í búðir og eyddum bara smá pening....
Gummi kláraði líka prófin í gær. Þvílíkur léttir. Svo núna er hann kominn í sumarfrí og getur hann legið í sólinni þegar hún sýnir sig....er farin að bíða eftir að komi almennilega heitt hérna hjá okkur.
Fórum síðan upp í kolonihave þar sem Gústi og Þóra buðu upp á hátíðarmat. SS pylsur og ss sinnep og fleira góðgæti. Við reyndum líka að grilla sykurpúða, gekk svona upp og ofan. En þeir sem heppnuðust voru namm góðir en kannski var einn nóg.....
Síðasti dagurinn hennar Ársólar í skólanum í dag og þau borðuðu morgunmat með kennaranum sínum og buðu nýja kennaranum sem þau fá í 1. bekk að koma líka, rosa huggulegt. Núna er hún í dýragarðinum með fritids, nóg að gera hjá henni.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim