Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, júní 23, 2004

Kveðjustund

Mér finnst ég alltaf vera að kveðja einhvern, og það finnst mér ekkert svakaleg skemmtilegt. Um daginn voru það Björg Aron og Birgitta, síðan Ása, Helgi og Birgitta og núna enn fleiri. En ég verð bara að taka hana Línu langsokk mér til fyrirmyndar og hugsa að ef maður kveður engann þá upplifir maður aldrei gleðina og tilhlökkunina við að hittast aftur. Djúpt ekki satt.

En í gær vorum við að kveðja Grétar sem er búin að vera hjá okkur í viku og við vorum líka að kveðja Nökkva Rey sem er að flytja til Íslands. Allt frekar erfitt, þau félagarnir Ársól, Nökkvi og Davíð voru að kveðjast og þá kallar Nökkvi til Davíðs " eigum við svo ekki að leika á Íslandi" alveg eins og þeir væru að fara að hittast á morgun. Svona er þetta fólk og það er líka eins gott að taka svona hlutum létt því annars væri lífið frekar erfitt.

Ársól fór síðan í klippingu til Sigurrósar og það var tekið vel neðan af því, veitti nú ekki af að stytta lubbann á þessu flókatrippi.

Ársól er búin að fjárfesta í myndavél sem hún ætlar að taka með sér til Íslands, þe ef hún verður ekki búin að klára filmuna (þar sem þetta er bara einnota). Eitt af því sem hún ætlar að taka mynd af er afi hennar í baði (já ég veit ekki hvaðan hún fékk þessa hugmynd!!) En það er afi hennar hann Pétur sem á að vera fyrirsætan. Hún tilkynnti ömmu sinni þessar fréttir um daginn og ég held að hún hafi hlegið sig máttlausa. Annars er mikið talað um þessa íslandsferð og allt hvað hún ætlar að passa hænurnar hjá ömmu á Hornafirði, og fara í álfahúsið og dúkkuhúsið og taka með sér vinnuhanska til að geta hjálpað afa að smíða og baka kleinur með ömmu og allt og allt og allt. Váááá hvað menn ætla að gera mikið. Mamma þú verður örugglega búin á því eftir þessa daga.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim