Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, júlí 11, 2004

Er að pakka niður fyrir næstu ferð, Ársól er að fara til Íslands og ég er að pakka því niður sem skvísan verður að hafa með sér. VIð ætlum að fara á morgun til Köben og vera hjá Helgu þangað til á miðvikudag. Verðu´m í afmælisveislunni hans Fjalars Hrafns sem verður 1 árs á þriðjudag. Síðan fer Ársól með miðvikudagsvélinni í samfloti við Anton, Hjördísi. Vona að þetta gangi vel hjá þeim, en annars er Ársól orðin frekar spennti fyrir heimferðinni. Talar stanslaust um hvað hún ætlar að gera sjá og skoða. Veit ekki hvað við foreldrar hennar gerum í millitíðinni því það er frekar langt síðan að við höfum verið án ungans okkar svona lengi. En við hljótum að finna upp á einhverju.

Í gær komu Sigrún, Skúli Ella og Kjartan í heimsókn frá Aarhus, þau ætluðu bara að kíkja í skreppiferð en sátu svo föst í umferðarteppu í 1 á hraðbrautinni, frekar fúlt. En það var rosa gaman að fá þau í heimsókn og við grilluðum auðvitað kjúlla í bústaðnum. Notarlegt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim