Tókst ekki...........en nærri því.
Nei mér tókst ekki að koma Gumma á óvart með því að færa honum kíverskan mat í bólið.....nei og ástæðan fyrir því var að hann vaknaði kallinn eftir að ég var nýfarin og fór auðvitað að leita af mér út um allt hús.....svaka mikil leit auðvitað. En svo settist hann við tölvuna og hvaða síða var opin....júbb mín síða þar sem ég var að segja að ég ætlaði að koma honum á óvart...........dííí hvað ég er glötuð í svona "komaáóvartdæmi" svo þegar ég kom heim var hann tilbúinn með diska og alles og beið eftir að ég skammtaði á diskinn.
Eftir að hafa snætt þessa dýrindis óvæntu ´máltíð fórum við út að línuskauta....og ég lifi enn.....var reyndar næstum búin að keyra út af, eitt sinn þegar ég tók snögga vinstribeygju framhjá snigli og í hitt skiptið var það því mér brá svo mikið þegar einhver kall kom stökkvandi út úr runna. Já það er ýmislegt sem er á ferli í trjánum hérna í Odense, kallar sem fela sig í trjánum. En ég var bara heppin að lenda ekki útaf því það var skurður fullur af brenninetlum. púff.
Eftir skautaferðina tókum við til smá hendinni upp í kolonihave og komum heim í tæka tíð til þess að sækja hana Jasmín sem ætlar að vera hjá okkur í hálfan mánuð. Sem sagt þá erum við að passa kisu sem drekkur úr glasi og sefur í bleikri körfu, meðan eigendurnir sóla sig á mæjorka. Nú hefur ársól allavega eitthvað til þess að hlakka til að koma heim, þar sem hún vill núna helst bara búa á íslandi, kannski getur kisa lokkað hana heim til okkar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim