Barnaleysið
það er frekar lítið að frétta héðan og er barnleysið fariðað segja verulega til sín, við erum farin að rífast eins og hundur og köttur, sem er varla til frásögu færandi. nei ástandið er nú kannski ekki svo slæmt en ég verð samt voða glöð þegar púkinn kemur heim aftur. Hún er að upplifa ýmislegt sem við fáum að frétta í gegnum símann og þá er talin upp afrek dagsins. Hún er t.a.m búinað ákveða að við ætlum að flytja á Hornafjörð þegar við erum búin að eiga heima í Danmörku. Sjáum hvernig það verður en aldrei að segja aldrei. Við áttum fína helgi að mig minnir, jú fengum líka óvænta heimsókn þegar Alla og Ragna komu í heimsókn. Datt af mér andlitið þegar ég sá Öllu sitja í kaffi hjá nágrannanum. Ekkert smá gaman að sjá framan í hana. Á laugardagskvöld grilluðum við hvílíkt góðan kjúlla í tikkakryddlegi, Anna Fríða og Kristján og Tómas nutu þess með okkur. Síðan lagði Tómas sig bara í sófann upp í kolonihave og við spjölluðum fram á kvöld. Gátum því miður ekki setið eins lengi og við vildum því sumir þurftu að fara snemma á fætur.
Núna hrýtur Gummi hérna viðhliðiná mér og ég er að spá í að hlaupa út og ná í kínverskan mat og færa honum í rúmið. svo þar til síðar hafið það gott
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim