Þvílíkt geggjuð helgi
Ekki hægt að segja annað. Við fórum í strandcamping á Bösöre strand. Fórum á föstudaginn og fundum þetta 5 stjörnu tjaldstæði, já það eru gefnar stjörnur í þessu líka og þetta átti alveg þessar 5 réttilega skilið. Rosalega flott leiksvæði og sundlaugagarður og svo var ströndin bara rétt við tjaldið. Svo helgin var notuð til þess ýtrasta, vaknað kl 8 til þess að fara í leiktækin og allt hitt varla tími til þess að setjast niður, allavega fyrir yngstu kynslóðina. Anna Kristján og Tómas komu svo á laugardag og við skemmtum okkur konunglega. Komum heim seinnipartinn í dag og erum eins og áður sólbrún...nei brennd. En það venst nú. Besta við það er að þessi staður er aðeins í 40 mín fjarlægð héðan, svo við eigum alveg örugglega eftir að fara aftur. Kristján sýndi ótrúlega takta með flugdrekann og´sérstaklega þegar hann var kominn á vindsængina og lét drekann draga sig. Ársól og Tómas sulluðu í sjónum í allan dag, fundu krabba og sulluðu meira.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim