Orsök hitabylgjunnar í Danmörku er fundin...
Það er svo sannarlega búið að vera hitabylgja hérna hjá okkur, hitinn um 25-30 C. Þvílíkt gott veður eftir endalausar rigningar. En nú er orsök hitabylgjunnar fundinn, hitinn er talinn eiga upptök í kolonihúsahverfi ekki langt frá RRK-kollegienu. Og þegar betur var að gáð kom það í ljós að Guðmundur stórlax Pétursson er búinn að fjárfesta í langstærsta GRILLI sem margir hafa augum litið. Þegar hann kveikir á því hækkar hitinn í Odense samtímis um 5 gráður. Og þá er bara spurningin hvort Ingvi láti þetta gott heita eða komi með annað mótspil..........hvernig er það lækjasmárafólk er von á hitabylgju þarna í Kópavoginum bráðlega?
Ekki hefur tekist að ná mynd af gripnum sem veldur öllum þessum hita, en það verður vonandi innan skamms.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim