Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Smámæltur indverji

jamms hafið þið heyrt í indverja tala ensku. Flestir sem ég hef heyrt í tala frekar fyndna ensku, með svona fyndnum áherslum. Einn fyrirlesarinn í dag var indverji og var i ofanálag roþalega þmámæltur. Ég var oft næþtum búin að skella upp úr. Gat bara eiginlega ekki einbeitt mér að því sem hann var að segja. Óþægiþegt.

En ég er semsagt þessa vikuna á kúrsi sem er um tæknina sem ég er að vinna með. Ég var búin að gleyma hvað það er erfitt að setjast niður og eiga að taka eftir því sem er að gerast hjá fyrirlesaranum í 8 klst. púff.

Við Ársól fórum á fyrstu skautaæfingu okkar.....(vona að þær verði fleiri) Þetta er námskeið fyrir byrjendur og við mættum galvaskar á svellið. Kom nú í ljós þegar leið á tímann að þetta er nú fyrir þrautvana skautara. Við áttum að snúast í hringi, hoppa og gera svona rosa listskautaæfingar allan tímann. Ég var sko ekki að geta þetta. Ársól kautaði bara fram og til baka og skemmti sér vel. Ég var þokkalega búin á því þegar við komum heim, var örugglega sofnuð á undan henni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim